Ólafur Teitur Guðnason hefur verið ráðinn til að stýra samskiptum og kynningarmálum fyrir Carbfix, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur. Ólafur er stjórnmálafræðingur og var síðustu fimm ár aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur Reykfjörð sem var ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar.
Hann var þar áður framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto á Íslandi, fjölmiðlafulltrúi Straums-Burðaráss og fréttamaður í um áratug, m.a. á RÚV og Viðskiptablaðinu. Ólafur Teitur tekur til starfa hjá Carbfix í byrjun mars.