Þórey Jónsdóttir hefur verið ráðin Mannauðsstjóri Coripharma. Þórey mun einnig taka sæti í framkvæmdastjórn félagsins.
Fram kemur í tilkynningu frá Coripharma að Þórey hafi yfir 10 ára reynslu af mannauðsmálum, síðast sem Framkvæmdastjóri Mannauðs og þjálfunar hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli frá 2017 til þessa árs. Áður starfaði hún við mannauðsmál hjá General Electric í Osló, Noregi og hjá Motus, Íslandi.
Þórey er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MSc í leiðtoga- og skipulagssálfræði frá BI Norwegian Business School.
„Ég er ánægð með að hafa fengið þetta tækifæri. Coripharma er spennandi fyrirtæki með framúrskarandi starfsmannahóp. Ég hlakka til að takast á við þær margvíslegu áskoranir sem felast í áframhaldandi vexti félagsins,“ er haft eftir Þóreyju í tilkynningu.