Tæpir 2,5 milljarðar í hlutdeildarlán í fyrra

Alls hafa 80 hlutdeildarlán verið veitt íbúum Reykjavíkurborgar.
Alls hafa 80 hlutdeildarlán verið veitt íbúum Reykjavíkurborgar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Alls voru 297 hlutdeildarlán veitt árið 2021 sem samtals telja ríflega 2,4 milljarða króna. Fjöldi lána er afar misjafn eftir mánuðum en þegar mest lét voru 50 lán veitt í mars, sem er tífalt á við þann fjölda sem var í desember þegar einungis fimm lán voru veitt. 

Þetta kemur fram í svari innviðaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, um hlutdeildarlán.

Alls voru fjögur lán veitt árið þar á undan í desember en ríkisstjórnin kom hlutdeildarlánum á fót í lokárs 2020. Var markmið þeirra að bæta stöðu ungra og tekjulágra á húsnæðismarkaði með því að brúabilið við fasteignakaup. Geta lánin numið allt að 20% af kaupverði íbúðarhúsnæðis en þó er heimilt að veita allt að 30% hlutdeildarlán til þeirra sem ekki hafa náð tilteknum tekjumörkum.

Mikill munur innan höfuðborgarsvæðisins

Í svari ráðherra kemur einnig fram að frá upphafi hafi flest lánin hafi verið veitt íbúum Reykjavíkurborgar, eða alls 80, og nema þau 693.539.673 krónum. 

Næstflest lán voru veitt íbúum Reykjanesbæjar, eða alls 65, sem gera 516.948.914 krónur. Þar á eftir koma íbúar Akureyrarbæjar með 46 lán sem samtals telja 318.087.350 krónur.

Þá voru 18 lán veitt í Mosfellsbæ sem nema 174.813.900 krónum.

Þess ber að geta að mun færri lán voru veitt öðrum bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eða einungis 8 í Kópavogi, 11 í Hafnarfirði og 9 í Garðabæ. 

Jafn margir í Reykjavík og Reykjanesbæ

Alls hafa 172 byggingaraðilar skráð sig til samstarfs við húsnæðis- og mannvirkjastofnun vegna hlutdeildarlána. Í sundurliðun þeirra eftir sveitarfélögum í svari ráðherra má sjá að flestir eru í Reykjavík og Reykjanesbæ, eða 24 á hvorum stað fyrir sig. 

Þá hafa 11 byggingaraðilar frá Sveitarfélaginu Árborg skráð sig til samstarfs, sem hefur fengið alls 16 hlutdeildarlán sem nema ríflega 130 milljónum, og 10 byggingaraðilar frá Ölfusi, sem hefur fengið 2 hlutdeildarlán sem nema ríflega 13 milljónum. 

Þá hafa 10 byggingaraðilar skráð sig til samstarfs í Akureyrarbæ, 8 í Garðabæ, 6 í Hafnarfirði, 3 í Kópavogi og 4 í Mosfellsbæ.

Er því fjöldi byggingaraðila ekki í beinum tengslum við fjölda lána.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka