Opin kerfi og Premis sameinast

Kristinn Elvar Arnarsson, forstjóri Premis.
Kristinn Elvar Arnarsson, forstjóri Premis. Ljósmynd/Premis

VEX I, fram­taks­sjóður í stýr­ingu hjá VEX, sem keypti nú í des­em­ber allt hluta­fé í Opn­um Kerf­um og hlut­haf­ar upp­lýs­inga­tækni­fé­lags­ins Prem­is, hafa und­ir­ritað samn­ing um að sam­eina fé­lög­in og eign­ar­hald þeirra.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu. 

Þar seg­ir að sam­an­lögð velta fé­lag­anna árið 2021 hafi verið rúm­lega fimm millj­arðar króna og EBITDA rúm­lega 300 millj­ón­ir.

Rekst­ur fé­lag­anna skipt­ist í tvær meg­in stoðir; vél­búnaðarsölu og rekst­ur og hýs­ingu tölvu­kerfa. Í sam­einuðu fé­lagi verða rúm­lega 120 starfs­menn með starfs­stöðvar bæði í Reykja­vík og á Sauðár­króki.

Hlut­haf­ar fé­lags­ins eft­ir sam­ein­ingu verða VEX I, Fiskisund og fé­lög í eigu starfs­manna. Sam­ein­ing­in er háð samþykki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

„Fyr­ir­huguð sam­ein­ing við Prem­is ger­ir okk­ur kleift að veita viðskipta­vin­um enn betri þjón­ustu, breikka vöru- og þjón­ustu­fram­boð og auka enn frek­ar áherslu á ör­ygg­is­mál sem sí­fellt verða mik­il­væg­ari í rekstri fé­laga,“ er haft eft­ir Ragn­heiði Harðar Harðardótt­ur, for­stjóra Op­inna Kerfa í frétta­til­kynn­ing­unni.

„Við höf­um sér­hæft okk­ur í að reka tölvu­kerfi fyr­ir­tækja. Tölvu­um­hverfi þeirra er að verða flókn­ara og fleiri fyr­ir­tæki sjá hagræði í að út­vista tölvu­rekstri sín­um til aðila sem sér­hæfa sig í slík­um rekstri. Sam­einað fé­lag mun verða leiðandi á þessu sviði og mun bjóða upp á enn betri þjón­ustu og ör­ugg­ara um­hverfi sem er mik­il­vægt fyr­ir ís­lenskt at­vinnu­líf,“ er haft eft­ir Kristni Elvari Arn­ars­syni, for­stjóra Prem­is.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK