Segja frá sjóði Sonju

Sonja Wendel Benjamínsson de Zorilla fæddist í Reykjavík 18. nóvember …
Sonja Wendel Benjamínsson de Zorilla fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1916.

Viðskiptablaðið greinir frá því að alls hafi 3,5 milljónir dala runnið úr dánarbúi Sonju de Zorilla í Sonja Foundation, sem er styrktarsjóður í hennar nafni. Upphæðin samsvarar um hálfum milljarði króna. 

Viðskiptablaðið (VB) hefur undir höndum ársreikninga sjóðsins og samþykktir, en hann er með starfsstöðvar í Greenwich í Connecticut í Bandaríkjunum. Bent er á að takmarkaðar upplýsingar hafi verið veittar um fjármál sjóðsins frá andláti Sonju árið 2002. 

Í umfjöllun VB segir að samkvæmt samþykktum sjóðsins hafi honum verið ætlað, „að styðja við heilsu og menntun barna á Íslandi og í Bandaríkjunum," í samræmi við erfðaskrá Sonju, en hún giftist argentíska ólympíuverðlaunahafanum Alberto de Zorilla. Sonja bjó lengst af á Manhattan í New York og var talin, skömmu fyrir andlátið, ríksasta kona landsins. Hún var barnlaus. 

Samkvæmt frétt VB hafa úthlutanir úr sjóðinum að mestu verið til aðila í Bandaríkjunum. Þeir Guðmundur A. Birgisson, kenndur við Núpa og frændi Sonju, og bandaríski lögmaðurinn John J. Ferguson voru skipaðir sjóðstjórar yfir sjóðnum.

Þá segir frá því, að við andlát Sonju hafi verðmæti runnið til erfingja John Loeb, sem er sagður hafa verið „ástin í lífi“ Sonju þó þau væru bæði gift öðrum. Sagt er að aðalverðmætin hafi komið frá honum. Sonja fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1916 og lést 22. mars 2002.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK