Vilja selja allan Íslandsbanka

Bankasýsla ríkisins hefur lagt fram tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að stofnunin fái heimild til að selja alla eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka hf. í nokkrum áföngum.

Salan skuli fara fram í samráði við ráðherra, það er um skiptingu áfanganna og tímasetningar.

Óskað er eftir að þessi heimild gildi í tvö ár eða til og með 31. desember 2023, líkt og stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar og fjárlög fyrir árið 2022 kveða á um.

Samhliða lagði stofnunin einnig fram minnisblað til stuðnings tillögunni.

Í minnisblaðinu kemur fram að áætlanir stjórnvalda geri ráð fyrir að selja mætti u.þ.b. helming eignarhluta á þessu ári og helming á því næsta, en áfangaskipting og tímasetningar ráðast af aðstæðum hverju sinni.

Litið er á frumútboð á rúmum 35 prósentum af hlutafé bankans frá því í júní á síðasta ári sem vel heppnað og telur Bankasýslan einsýnt að sala á frekari hlutum fari einnig fram með almennu útboði. Gert er ráð fyrir að ráðherra verði upplýstur að fullu leyti um hverja sölu, enda þarf samþykki hans fyrir söluverði og stærð eignarhluts í hvert skipti. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK