530 milljarða tap hjá Boeing

AFP

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing tapaði 4,1 milljarði dala á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, eða sem samsvarar um 531 milljarði kr. Langstærsti hluti tapsins tengist kostnaði vegna 787 breiðþota félagins, eða um 3,8 milljónir dala. 

Félagið hefur átt í vandræðum með að afhenda vélar og hefur þess vegna greitt flugfélögum bætur. Ennfremur hefur framleiðslukostnaðurinn verið mun hærri en gert hafði verið ráð fyrir. 

Þá drógust tekjur félagins saman um 3,3% en þær voru 14,8 milljarðar dala á síðasta ársfjórðungi. 

Þetta hefur dregið úr viðnámsþrótti Boeing á sama tíma og flugfélög eru að jafna sig eftir gríðarlegra niðursveiflu á heimsvísu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Boeing hefur aftur á móti hafist handa við að afhenda 737 MAX-þotur sem voru kyrrsettar í 20 mánuði í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. 

David Calhoun, forstjóri Boeing, hefur sagt að árið 2021 hafi verið ár enduruppbyggingar og vísaði m.a. til afhendingaáætlunar 737-vélanna. 

Talsmenn Boeing segja að náin samvinna eigi sér nú stað við bandarískar flugöryggisstofnanir í tengslum við 787-vélarnar en ekki liggur fyrir hvenær flugvélaframleiðandinn getur byrjað að afhenda viðskiptavinum þoturnar. Framleiðslan gangi auk þess hægt fyrir sig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK