Icelandair og bandaríska flugfélagið JetBlue hafa aukið enn frekar samstarf sitt um tengingar á milli leiðakerfa félaganna í Evrópu og Norður-Ameríku.
Í fréttatilkynningu segir að hingað til hafi félögin boðið upp á sammerkt flug milli Íslands og Bandaríkjanna, til New York, Newark og Boston og þaðan áfram til fjölmargra áfangastaða JetBlue.
Fjöldi áfangastaða í Evrópu bættist við í nóvember sl. og nú hafa bæst við Frankfurt, München, Berlín, Hamborg, París, London, Heathrow London, Gatwick, Dublin og Bergen.