SaltPay hefur náð samkomulagi um að gangast undir sátt við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (FME).
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að sáttin felist í að SaltPay greiða FME sem nemur alls 44,3 milljónum króna.
Málið tengist að meginstefnu til kerfum og ferlum sem sporna eiga gegn peningaþvætti og voru til staðar áður en SaltPay keypti Borgun. Sáttin er gerð í kjölfar athugunar FME á fyrrnefndum kerfum og ferlum.
„FME hefur lagt til ákveðnar úrbætur, sem flestar tengjast atriðum sem eftirlitið hafði einnig vakið athygli á í athugunum sínum á árunum 2017 og 2018, áður en SaltPay kom til skjalanna,“ segir í tilkynningunni.