Daði lætur af störfum hjá Fossum

Daði Kristjánsson (til hægri) kveður Fossa markaði þar sem skarð …
Daði Kristjánsson (til hægri) kveður Fossa markaði þar sem skarð hans í teymi markaðsviðskipta fyllir Arnar Geir Sæmundsson. Ljósmynd/Aðsend

Daði Kristjánsson hefur látið af störfum hjá Fossum mörkuðum. Hann tekur við sem framkvæmdastjóri hjá nýstofnuðu félagi, Viska Digital Assets ehf., sem vinnur að því að koma á fót sérhæfðum fagfjárfestasjóði með áherslu á rafmyntir og bálkakeðjutækni.

Við starfslok Daða kemur Arnar Geir Sæmundsson yfir í teymi markaðsviðskipta hjá Fossum mörkuðum eftir farsælan feril í teymi fyrirtækjaráðgjafar Fossa, að því er segir í tilkynningu. 

Arnar Geir býr að víðtækri reynslu á sviði fjármálaþjónustu, en áður en hann kom til starfa hjá Fossum fyrir tæpu ári síðan starfaði hann á fjárfestingasviði TM hf. og sem forstöðumaður fjárstýringar hjá Lykli fjármögnun hf. Þar áður starfaði hann í markaðsviðskiptum Arctica Finance hf. og H.F. Verðbréfum hf. Hann er með B.Sc. gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavik og Masters in Finance gráðu frá London Business School, auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum, segir ennfremur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK