Embætti héraðssaksóknara hefur ákært mann á sjötugsaldri fyrir meiriháttar brot á skattalögum með því að hafa sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður einkahlutafélags í hans eigu komið sér hjá því að greiða 17,1 milljón í staðgreiðslu á árinu 2019.
Samkvæmt ákærunni er maðurinn einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað einkahlutafélaginu ávinnings af brotunum.
Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2020, en það hafði síðast skilað ársreikningi árið 2018. Þá nam tap félagsins 82,3 milljónum, en til samanburðar höfðu tekjur félagsins það ár aðeins verið 35,5 milljónir.