Play til New York

Flugvél Play.
Flugvél Play. Ljósmynd/Aðsend

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til New York í Bandaríkjunum og boðar lægstu fargjöldin á flugi frá Evrópu til borgarinnar vegna hagstæðs samnings við lítinn flugvöll við borgina. Fyrsta flug félagsins til New York verður 9. júní og boðið verður upp á daglegt flug.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu

Play mun fljúga til New York Stewart International flugvallar og verður eina flugfélagið með millilandaflug til og frá vellinum. Þetta er þriðji áfangastaður félagsins í Bandaríkjunum en flug til Boston hefst í maí og til Baltimore/Washington í apríl.

Birgir Jónsson, forstjóri Play.
Birgir Jónsson, forstjóri Play. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Eftir að hafa kynnt okkur uppganginn á svæðinu í kringum flugvöllinn og kosti hans vorum við ekki lengi að stökkva á vagninn. Þessi ákvörðun gerir okkur kleift að bjóða upp á lægsta verðið á milli New York og Evrópu þar sem sem við höfum fengið sérstaklega góð kjör hjá vellinum því við erum eina flugfélagið með millilandaflug til og frá New York Stewart,“ segir Birgir Jónsson forstjóri Play.

„Þá ríkir mikil eftirvænting og spenna fyrir starfsemi Play á New York Stewart meðal hagsmunaaðila á svæðinu þar sem hefur verið mikill uppgangur undanfarin ár,“ segir Birgir enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK