Alvotech semur við BiosanaPharma

Róbert Wessman, forstjóri og stofnandi Alvotech.
Róbert Wessman, forstjóri og stofnandi Alvotech. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech Holdings S.A. (Alvotech), hefur undirritað alþjóðlegan sérleyfissamning við BiosanaPharma um samstarf í þróun og framleiðslu á AVT23 (áður kallað BP001) sem er þróað sem líftæknihliðstæðulyf við Xolair® (omalizumab) frá Novartis og Roche.

Lyfið er meðal annars notað til meðferðar við meðalalvarlegum til alvarlegum einkennum þráláts ofnæmisastma. Tekjur vegna sölu Xolair á heimsvísu árið 2020 voru 3,3 milljarðar dollara, að því er kemur fram í tilkynningu.

AVT23 er framleitt með 3C-framleiðslutækni sem þróuð var af BiosanaPharma og er einkaleyfisvarin. Fram kemur að þetta vinnsluferli skili miklum afköstum við framleiðslu samhliða lágum kostnaði.

„Þessi samstarfssamningur undirstrikar heildræna nálgun Alvotech á markað fyrir líftæknihliðstæðulyf,“ segir Mark Levick, forstjóri Alvotech, í tilkynningunni.

„Sérhæfing Alvotech á sviði líftæknihliðstæðulyfja gefur okkur einstaka möguleika á að þróa lyf jafnt innan fyrirtækisins, gegnum leyfissamninga eða með samvinnu og samstarfi við framúrskarandi fyrirtæki á borð við BiosanaPharma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK