Auglýsingakaup í erlendum miðlum dregist saman

Hagstofan segir að gera megi ráð fyrir að hátt í …
Hagstofan segir að gera megi ráð fyrir að hátt í fjórar af hverjum tíu krónum sem varið var til greiðslna vegna birtinga auglýsinga hafi runnið til erlendra aðila. AFP

Tekjur innlendra fjölmiðla af birtingu og flutningi auglýsinga árið 2020 drógust saman um 16% frá fyrra ári reiknað á föstu verðlagi. Sambærilegur samdráttur varð einnig í auglýsingagreiðslum til erlendra miðla á árinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni.

RÚV fékk fjórðung tekna

Í tilkynningunni kemur fram að rekja megi þetta til minni umsvifa á ýmsum sviðum samfara áhrifum kórónuveirufaraldursins. Tekjur innlendra fjölmiðla af notendum uxu lítillega á árinu eða um 2% en heildartekjurnar rýrnuðu um 6% frá fyrra ári. Samanlagðar tekjur fjölmiðla árið 2020 námu 25,1 milljarði króna. Þar af voru tekjur af notendum 15,8 milljarðar króna og af auglýsingum og kostun 9,3 milljarðar króna.

Enn fremur kemur fram að stærstu aðilar á fjölmiðlamarkaði hafi tekið til sín 89% af samanlögðum tekjum fjölmiðla árið 2020. Til Ríkisútvarpsins féll fjórðungur teknanna.

Greiðslur til erlendra aðila vegna auglýsingabirtinga drógust saman í fyrsta sinn á árinu eftir stöðuga aukningu um árabil. Þá segir að gera megi ráð fyrir að hátt í fjórar af hverjum tíu krónum sem varið var til greiðslna vegna birtinga auglýsinga hafi runnið til erlendra aðila.

Frá árinu 2015 hafa samanlagðar tekjur fjölmiðla rýrnað um 4%. Tekjur af auglýsingum og kostun hafa dregist saman um fjórðung á sama tíma og notendatekjur hafa vaxið um 14%. Samanlagðar tekjur af öðrum miðlum jukust um tæp 18% að raunvirði, þar af tvöfölduðust auglýsingatekjur og tekjur af sölu og leigu til notenda hækkuðu um þriðjung.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK