ESA samþykkir breytingar á viðspyrnustyrkjum

hámarksaðstoð á hvern styrkþega hækkuð úr 260 milljónum króna í …
hámarksaðstoð á hvern styrkþega hækkuð úr 260 milljónum króna í 330 milljónir. mbl.is/Sigurður Bogi

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) samþykkti í dag breytingar á ráðstöfun af Íslands hálfu sem býður fyrirtækjum og sjálfstætt starfandi einstaklingum styrki, að uppfylltum skilyrðum. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Með breytingunum er fyrirtækjum og einstaklingum gert kleift að sækja um styrk til loka júní 2022, vegna tekjumissis frá 1. desember 2021 til 31. mars 2022.

Einnig er hámarksaðstoð á hvern styrkþega hækkuð úr 260 milljónum króna í 330 milljónir króna.

Ráðstöfunin felur í sér að veittir verða beinir styrkir til fyrirtækja og sjálfstætt starfandi í öllum greinum sem orðið hafa fyrir tekjumissi vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins.
 
ESA samþykkti viðspyrnustyrkina fyrst í desember 2020. Ráðstöfunin miðar í stórum dráttum að því að stuðla að áframhaldandi atvinnustarfsemi fyrirtækja og tryggja viðspyrnu þegar heimsfaraldursástandið kemst í eðlilegt horf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK