Origo byrjar að kaupa eigin hlutabréf

Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Jón Björnsson, forstjóri Origo.

Kaup samkvæmt endurkaupaáætlun Origo hefjast á mánudaginn, 7. febrúar. Samþykkt var í mars á síðasta ári að veita stjórn fyrirtækisins heimild til að kaupa í eitt skipti eða oftar á næstu 18 mánuðum hlutabréf í félaginu.

Var það gert svo að fyrirtækið ásamt dótturfélögum þess eigi, að öðrum lagaskilyrðum uppfylltum, allt að 10 prósent af hlutafé þess, þ.e. að hámarki kr. 43.500.000 að nafnverði.

Í tilkynningu segir að stjórn Origo hafi á grundvelli fyrrgreindrar samþykktar tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum. Endurkaupaáætlunin er í gildi til 31. júlí 2022, eða skemur ef skilyrði um hámarkskaup eru uppfyllt fyrir þann tíma.

Skrifstofur Origo.
Skrifstofur Origo. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hámarksfjöldi hluta sem áætlunin kveður á um að verði keyptir eru 4.350.000 hlutir að nafnverði, en það jafngildir um 1% af útgefnu hlutafé félagsins. Fjárhæð endurkaupanna verður þó aldrei hærri en kr. 300.000.000.

Endurkaupin verða framkvæmd af Kviku banka hf. sem tekur allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna óháð félaginu.

Frábær árangur á síðasta ári

„Árangur Origo árið 2021 er frábær. Við lögðum upp með 2021 sem ár nýrra áherslna þar sem við ýttum undir frekari sjálfstæði teymana hjá okkur, lögðum hart að okkur að gera vöruframboðið sterkara og hnitmiðaðra og jukum áherslu á viðskiptaþróun og markaðsmál,“ er haft eftir Jóni Björnssyni, forstjóra Origo hf., í tilkynningu.

Í ársuppgjöri Origo fyrir síðasta ár segir að tekjur félagsins hafi aukist um 6,6% á árinu og afkoma félagsins batnað umtalsvert. Skilar reksturinn 8,8% ebitda á móti 6,3% á sl. ári.

Jón segir horfur í rekstri  ágætar. Fyrirtækið sé komið langt með vinnu í að skýra hvað Origo stendur fyrir, styrkja og uppfæra áherslur í kjarnarekstri og veita teymum sjálfstæði til að vaxa. Við munum aðlaga rekstur okkur að þeim tækifærum og búa þannig um hlutina að félagið sé í stakk búið til að vera leiðandi aðili í breytingum á upplýsingatæknimarkaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK