Sylvía kaupir fyrir 10,3 milljónir í Origo

Sylvía Kristín Ólafsdóttir framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála Origo.
Sylvía Kristín Ólafsdóttir framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála Origo. Ljósmynd/Aðsend

Sylvía Kristín Ólafsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála Origo, hefur keypt 150.000 hluti í félaginu fyrir 10,3 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Fyrr í mánuðinum var greint frá ósk Sylvíu um að láta af störfum hjá félaginu og hefur hún ráðið sig til Icelandair í stöðu framkvæmdastjóra þjónustu og markaðsmála.

„Origo hefur undanfarið ár unnið ötullega að stefnumótun, viðskiptaþróun og markaðsmálum fyrirtækisins. Framundan er uppskera þeirrar miklu vinnu, stefnan er skýr og spennandi tímar framundan. Ég hef gríðarlega mikla trú á vegferð Origo og því sterka fólki sem mun leiða hana áfram. Ég hlakka til að fylgjast með fyrirtækinu vaxa og dafna áfram," segir Sylvía um kaupin í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK