Áttunda ísbúðin slær í gegn þrátt fyrir kulda

Áttunda ísbúð Huppu á Seltjarnarnesi.
Áttunda ísbúð Huppu á Seltjarnarnesi. mbl.is/Unnur Karen

„Þetta hefur allt gengið vonum framar en við höfum líka lagt mikið á okkur,“ segir Eygló Rún Karlsdóttir, einn eigenda Ísbúðar Huppu.

Áttunda ísbúð Huppu var opnuð á dögunum vestur á Seltjarnarnesi þar sem áður var bensínstöð og nú síðast blómabúð. Uppgangur Huppu hefur verið hraður síðustu ár og er hún nú stærsta keðja ísbúða á Íslandi. Fyrsta ísbúðin var opnuð á Selfossi sumarið 2013 og tveimur árum seinna var sú fyrsta opnuð á höfuðborgarsvæðinu. Huppu er nú einnig að finna í Álfheimum, Spöng í Grafarvogi, Garðabæ og Hafnarfirði auk Kringlunnar en sú búð er lokuð um þessar mundir vegna endurbóta. Þá er Huppa líka með útibú í Borgarnesi.

Gunnar Már Þráinsson, Telma Finnsdóttir, Eygló Rún Karlsdóttir og Sverrir …
Gunnar Már Þráinsson, Telma Finnsdóttir, Eygló Rún Karlsdóttir og Sverrir Rúnarsson. Eggert Jóhannesson

Með 130 starfsmenn

Í dag starfa um 130 manns hjá fyrirtækinu að sögn Eyglóar og ekki eru fleiri ísbúðir á teikniborðinu sem stendur. „Þetta er orðið stórt fyrirtæki og mikil skrifstofuvinna sem fylgir. Við höfum samt alltaf verið á staðnum og kynnst starfsfólkinu vel, þær hafa greiðan aðgang að okkur. Við erum líka mjög stolt af því að hafa fengið jafnlaunavottun fyrir skemmstu, það var mikill sigur,“ segir Eygló. Huppa er í eigu tveggja vinahjóna en reksturinn er í höndum Eyglóar og vinkonu hennar, Telmu Finnsdóttur.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK