Fimmföldun farþega á milli ára í janúar

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Farþegum Icelandair fjölgaði umtalsvert á milli ára í janúar, þrátt fyrir að áhrifa Ómíkron-afbrigðisins gæti enn að því er kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 

Þar segir að farþegar í innanlands- og millilandaflugi hafi verið um 113.000, um fimmfalt fleiri en í fyrra, þegar um 23.000 flugu með félaginu.

„Þar af var fjöldi farþega í millilandaflugi um 100.000. Farþegar til Íslands voru 40.000 og frá Íslandi flugu 23.000. Tengifarþegar voru um 37.000.

Stundvísi í millilandaflugi var 75% og sætanýting var 60%, samanborið við 39% í janúar 2021. Þrátt fyrir neikvæð áhrif af völdum ómíkron afbrigðisins var heildarframboð í janúar um 53% af framboði ársins 2019.“

Auknin sætanýting í innanlandsflugi

Þá voru farþegar í innanlandsflugi voru um 13.000 samanborið við 11.500 í janúar 2021. Sætanýting í innanlandsflugi var 73% en hún var 60% í janúar í fyrra.

Haft er eftir Bogi Nils Bogason forstjóra Icelandair í tilkynningu að ferðahugur sem að aukast tilfinnanlega. „Þrátt fyrir að neikvæðra áhrifa ómíkron afbrigðisins gæti enn í tölum janúarmánaðar er útlitið gott og bókunarstaða að styrkjast með hverjum deginum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka