Netbókhald kaupir Notando

Elvar Níelsson framkvæmdastjóri Netbókhalds ehf.
Elvar Níelsson framkvæmdastjóri Netbókhalds ehf. Ljósmynd/Aðsend

Netbókhald ehf. hefur gengið frá kaupum á rekstri bókhalds- og hugbúnaðarfyrirtækisins Notando á Íslandi ehf., að því er kemur fram í tilkynningu.

„Með kaupunum styrkir Netbókhald stöðu sína á markaði með auknu þjónustuframboði og tvenns konar notendavænu viðmóti. Bæði fyrirtækin hafa boðið upp á ódýrar og auðveldar bókhaldslausnir fyrir minni og miðlungsstór fyrirtæki,“ segir í tilkynningunni.

Þá kemur fram að Netbókhald ehf. stefni á að reka bæði kerfin samhliða en jafnframt bjóða viðskiptavinum í Notando kerfinu að færa sig á auðveldan hátt í nýja lausn Netbókhalds, allt eftir óskum þeirra.

„Markmið okkar hjá Netbókhaldi er að stækka hratt og örugglega á næstu árum með nýuppfærðum hugbúnaði í bestu gæðum sem nútímatækni hefur uppá að bjóða. Tækifæri okkar felast í að hlusta á viðskiptavini okkar, skilja þeirra áskoranir og bjóða lausnir sem hjálpa þeim að ná árangri,“ er haft eftir Elvari Níelssyni, framkvæmdastjóra Netbókhalds, í tilkynningunni.

Samtals 33 ára reynsla

Netbókhald ehf. hefur verið í rekstri í yfir 18 ár og selur sambærileg kerfi og Notando. En Notando hefur á síðustu 15 árum boðið upp á sölukerfi, fjárhagskerfi og launakerfi ásamt fjölmörgum smærri kerfum fyrir millistór og smærri fyrirtæki.

Segir í tilkynningunni að Netbókhald ehf. hafi tekið miklum stakkaskiptum á síðustu þremur árum þar sem allir innviðir fyrirtækisins hafa verið endurnýjaðir og nýtt viðmót útbúið til handa viðskiptavinum. Í kerfum félagsins hafa verið útbúnir 2 milljónir reikninga, 200 þúsund launaseðlar og yfir 430 milljarða velta farið í gegnum hugbúnaðinn. Þá segir að núverandi viðskiptavinir beri mikið traust til kerfisins og að þeir séu ánægðir með einfaldleikann í bókhaldsgerð

Ingvar Guðmundsson framkvæmdastjóri Notando tekur undir ánægju Elvars með viðskiptin og að Netbókhald skuli taka við þessu mikilvæga kefli. „Vegna mikilla anna í öðrum verkefnum og vegna fjarveru frá Íslandi hefur þjónustan undanfarin ár farið hallandi fæti og hugbúnaðurinn ekki uppfærður sem skyldi. Ég hef fulla trú á að Netbókhald muni vinna vel með viðskiptavinum okkar sem munu fá aðgang að nýuppfærðu og mun betra kerfi,“ er haft eftir Ingvari.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK