Miðgengi evru var 142,4 krónur í gær og þarf að leita aftur til tímans fyrir kórónuveirufaraldurinn til að finna sambærileg gildi. Þannig kostaði evran tæplega 143 krónur vikuna áður en faraldurinn hófst með fullum þunga í marsmánuði 2020.
Með því er að rætast sú spá Analytica, sem fjallað var um í ViðskiptaMogganum fyrr á þessu ári, að krónan myndi styrkjast í ár. Samkvæmt miðgildi þeirrar spár mun evran kosta um 135 kr. í árslok.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.