Fyrr í morgun tilkynnti peningastefnunefnd Seðlabankans að stýrivextir bankans yrðu hækkaðir um 0,75 prósentustig. Ljóst er að þetta mun hafa áhrif meðal annars á vexti lána með breytilega vexti, en fjölmargir hafa undanfarin ár flutt lán sitt í slíkt form.
Peningastefnunefnd mun klukkan 9:30 kynna ákvörðun sína og fylgir þar jafnan frekari skýring á ákvörðuninni og hvað liggi þar á bak við.
Kynningin verður í höndum Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra og formanns peningastefnunefndar, Rannveigar Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóra peningastefnu og staðgengils formanns nefndarinnar og Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings bankans og framkvæmdastjóra sviðs hagfræði og peningastefnu.
Kynningunni verður streymt og verður hún aðgengileg í gengum spilarann hér að neðan: