Skeljungur verður SKEL fjárfestingafélag

Bensínstöð Skeljungs við Vesturlandsveg.
Bensínstöð Skeljungs við Vesturlandsveg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrir aðalfund Skeljungs liggur tillaga um að breyta nafni félagsins í SKEL fjárfestingafélag.

„Það er ný og spennandi vegferð framundan fyrir félagið og dótturfélög þess,“ er haft eftir Ólafi Þór Jóhannessyni, forstjóra Skeljungs, í tilkynningu frá félaginu þar sem farið er yfir rekstrarárið 2021. 

Meðal helstu tíðindi á árinu i rekstri Skeljungs er salan á dótturfyrirtækinu Magn í Færeyjum. þá voru fasteignir seldar og rekstur færður úr Skeljungi í þrjú dótturfélög frá og með 1. desember 2021. 

SKEL fjárfestingafélag verður þannig stórt móðurfélag þriggja rekstrareininga. „Áherslan verður á að styrkja núverandi rekstrarfélög auk annarra fjárfestinga,“ segir Ólafur um rekstrarlega uppskiptingu félagsins í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK