Starfsfólki fjölgaði um 35%

Þorgeir segir að leikjafyrirtækin séu farin að skila vaxandi útflutningstekjum …
Þorgeir segir að leikjafyrirtækin séu farin að skila vaxandi útflutningstekjum og af því sé hann stoltur. Arnþór Birkisson

Þorgeir Frímann Óðinsson, formaður Samtaka leikjaframleiðenda, IGI, og framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins Directive Games, segir að störfum í íslenskum tölvuleikjaiðnaði hafi fjölgað um 35% á síðasta ári, eða úr 322 starfsmönnum í 435.

Eins og fram kom í samtali ViðskiptaMoggans á dögunum við Stefán Þór Björnsson, fjármálastjóra tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds, er útlit fyrir að fjöldi starfandi í greininni, annarra en starfa hjá risanum CCP, fari samtals fram úr stórfyrirtækinu á þessu ári.

Flestir bæta við sig

Þorgeir segir stóru fréttirnar þær að mikil fjölgun sé að verða í greininni og flest fyrirtæki að bæta við miklum fjölda starfsmanna. „Hér eru nú sex fyrirtæki sem eru með meira en tuttugu starfsmenn hvert. Okkar fyrirtæki, Directive Games, hefur til dæmis vaxið úr tveimur starfsmönnum á íslensku skrifstofunni í byrjun árs 2020 upp í 21 starfsmann í janúar á þessu ári og við erum að auglýsa eftir fleirum. Það stefnir í að umsvif okkar verði þreföld innan tíðar miðað við það sem var fyrir nokkrum mánuðum.

Þá má nefna spútnik-fyrirtækið Myrkur Games sem hyggst fjölga upp í 35 starfsmenn á þessu ári. Svipuð staða er hjá Mainframe Industries og 1939 Games,“ segir Þorgeir og segir mikla grósku í geiranum.

Fjárfesting 4,4 milljarðar 2021

Hann segir að fjárfesting í íslenskum tölvuleikjageira á síðasta ári, að CCP frátöldu, hafi verið 35 milljónir Bandaríkjadala eða tæplega 4,4 milljarðar íslenskra króna. Þar vegi þungt 22 milljóna dala fjárfesting í Mainframe og 5 m. dala fjárfesting í 1939.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka