Vaxtahækkanir haldi áfram

Íslandsbanki gerir ráð fyrir því að vaxtahækkunarferli Seðlabankans haldi áfram á komandi misserum eftir því sem efnahagurinn braggast og áhrif kórónuveirufaraldursins dvína. Hjaðnandi verðbólga ætti aftur á móti að draga úr þörfinni fyrir hraða vaxtahækkun þegar frá líður.

„Við teljum að vextir verði hækkaðir um a.m.k. 0,25 prósentur á hverjum fjórðungi það sem eftir lifir árs. Samkvæmt því verða stýrivextirnir 3,5% í árslok. Verði verðbólgan enn þrálátari en við væntum gæti hækkunin orðið hraðari,“ segir í Korni Íslandsbanka.

Eftir það gerir bankinn ráð fyrir hægari hækkun vaxta og áætlar að vaxtahækkunarferlinu ljúki í 4,0% þegar frá líður, að því gefnu „að glíman við verðbólgudrauginn falli á endanum með Seðlabankanum“ og að verðbólgan komist í ásættanlegan takt.

„Allharður“ tónn nefndarinnar

Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,75 prósentur í morgun. Fram kom á fundi peningastefnunefndar að hún muni beita þeim tækjum sem hún hafi yfir að ráða til að tryggja að verðbólgan hjaðni aftur í markmið innan ásættanlegs tíma.

„Tónninn hjá peningastefnunefnd er því allharður líkt og verið hefur undanfarið,“ segir í Korninu.

Seðlabankinn spáir því að atvinnuleysi verði að meðaltali 4,9% á yfirstandandi ári samanborið við 5,1% í spá hans í nóvember. Íslandsbanki spáir því að atvinnuleysi muni hjaðna hraðar en spá Seðlabankans gerir ráð fyrir og gerir Íslandsbanki ráð fyrir því að atvinnuleysi verði á svipuðum stað þegar lengra líður á árið og fyrir faraldur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK