Margfaldur meistari til liðs við TA Sport Travel

Andri Þór Björnsson.
Andri Þór Björnsson. Ljósmynd/Aðsend

Andri Þór Björnsson, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, hefur gengið til liðs við
ferða- og afþreyingarskrifstofuna TA Sport Travel.

Þar mun hann taka að sér hlutverk fararstjóra í golfferðum ásamt því að taka þátt í Golfskóla TA og sölu á golfferðum.

Andri Þór er atvinnukylfingur og spilar á Challenge Tour og Nordic League mótaröðunum. Hann er margfaldur sigurvegari íslensku mótaraðarinnar í golfi ásamt því að vera ríkjandi klúbbmeistari Golfklúbbs Reykjavíkur. 

Áður en hann hóf feril í atvinnumennsku spilaði Andri Þór fyrir íslenska landsliðið á
Evrópumóti einstaklinga, Evrópumóti í liðakeppni og einnig á Heimsmeistaramóti í
liðakeppni.

Hjá TA Sport Travel mun Andri Þór hitta fyrir fyrrum liðsfélaga sinn, Snorra Pál Ólafsson, en sá síðarnefndi hefur gríðarlega reynslu af þjálfun á öllum aldurs- og getustigum og hefur yfirumsjón með Golfskóla TA á erlendri grundu.

Andri Þór útskrifaðist úr Nicholls State University þar sem hann spilaði golf fyrir lið  háskólans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK