Forstjórinn kaupir fyrir 3 milljónir í Regin

Helgi S. Gunnarsson er forstjóri Regins.
Helgi S. Gunnarsson er forstjóri Regins.

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri fasteignafélagsins Regins, hefur keypt hlutabréf í félaginu fyrir tæplega 3,1 milljón, en kaupin áttu sér stað í gegnum einkahlutafélagið B38 ehf. sem er í eigu Helga og sambýliskonu hans. Greint er frá kaupunum í tilkynningu til Kauphallarinnar vegna kaupa innherja.

Samtals voru keypt 90 þúsund bréf í félaginu á genginu 34,2 krónur á hlut.

Reginn skilaði ársreikningi fyrir síðasta ár í gær, en samkvæmt honum hagnaðist félagið um 6,2 milljarða á síðasta ári. Voru rekstrartekjur félagsins 11 milljarðar og hækkuðu leigutekjur um 13% milli ára.

Samkvæmt ársreikningi B38 fyrir árið 2020 átti það hlutabréf sem bókfærð voru upp á 40,3 milljónir, en ekki er tekið fram hvort það sé allt í Regin eða einnig í fleiri félögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK