Þrjú fyrirtæki verða Malbikstöðin

Vilhjálmur Þór Matthíasson.
Vilhjálmur Þór Matthíasson.

Fagverk verktakar, Malbik og völtun og Malbikstöðin, hafa sameinast undir merkjum Malbikstöðvarinnar. Fyrirtækin þrjú eru í eigu Vilhjálms Þórs Matthíassonar.

Sameining fyrirtækjanna er í tilkynningu sögð liður í því að auka markaðshlutdeild á malbiksmarkaðinum. Nýtt sameinað fyrirtæki sé leiðandi í umhverfisvænni framleiðslu á hágæða malbiki.

„Eftir sameininguna erum við samkeppnishæfari, en hún gerir okkur kleift að vinna sem ein heild með ákveðið markmið að leiðarljósi, sem er að halda áfram að vanda til verka við framleiðslu og lagningu á malbiki. Það er landsmönnum til heilla og nú getum við gert enn betur þegar kemur til dæmis að því að auka öryggi á vegum landsins,“ segir Vilhjálmur í tilkynningunni.

„Allur okkar tækjabúnaður er fyrsta flokks og það á við allt frá undirbúningi við framleiðsluna til lagningar malbiksins. Við getum framleitt allt að 60% af malbikinu með endurunnu efni og þannig er kolefnissporið lágmarkað til muna. Reynslumikið starfsfólk leggur mikla áherslu á að öllum gæðastuðlum sé fylgt og að umhverfissjónarmið séu höfð að leiðarljósi við starfsemina.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka