Áhyggjur af stöðunni í Úkraínu hafa áhrif á hlutabréf

Hlutabréf í Kauphöllinni hafa lækkað talsvert í viðskiptum í dag.
Hlutabréf í Kauphöllinni hafa lækkað talsvert í viðskiptum í dag. mbl.is/Þórður

Hlutabréfaverð allra félaga í Kauphöllinni, utan Sýnar, hefur lækkað í viðskiptum í morgun. Svipaða sögu er að segja af erlendum mörkuðum þar sem vísitölur í Evrópu hafa lækkað um 1,4% til 2,5%. Erlendir miðlar tengja lækkunina við áhyggjur af átökum í Úkraínu.

Hlutabréf Icelandair hafa lækkað mest hér á landi eða um 4,4%. Þar á eftir kemur Iceland Seafood sem hefur lækkað um 3,7% og Kvika sem hefur farið niður um 3,1%.

FTSE 100 vísitalan í London hefur lækkað um 1,4%, meðan vísitölur á meginlandi Evrópu hafa lækkað meira. Þannig hafa DAX vísitalan í Þýskalandi og CAC 40 í Frakklandi lækkað um 2,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka