Krónan hélt áfram að styrkjast gagnvart helstu viðskiptamyntum Íslands í gær. Nam styrkingin gagnvart evru 0,7% og dollar 1,11%. Þá styrktist krónan um 1,04% gagnvart sterlingspundi. Á einum mánuði hefur krónan styrkst um 3,82% gagnvart evru, 3,41% gagnvart dollar og 4,31% gagnvart pundinu.
Sé horft lengra aftur í tímann eða til 1. febrúar 2020 á krónan enn nokkuð í land með að ná fyrri styrk. Þannig er evran enn 2,55% sterkari en þá, pundið er 3,81% sterkara en dollarinn er á pari.