SAS stefni að óbreyttu í gjaldþrot

Þota SAS lendir á Kastrup-flugvelli í janúar.
Þota SAS lendir á Kastrup-flugvelli í janúar. AFP

Hlutabréf í skandinavíska flugfélaginu SAS hafa hríðfallið það sem af er degi, eða um rúmlega 26%, eftir að norski bankinn DNB gaf út greiningu á stöðu félagsins í morgun.

Í henni er raunvirði hvers hlutar í félaginu metið á 40 sænska aura. Til samanburðar var gengi hlutabréfanna 1,58 krónur við lokun markaða síðdegis í gær. Er gengið nú í kringum 1,18 krónur og fer enn lækkandi.

Enn fremur segir í greiningunni að endurskipulagning félagsins líti út fyrir að vera óumflýjanleg. Að öðrum kosti hætti það á gjaldþrot.

Takmarkaðir möguleikar á að draga saman

Bankinn mat bréfin áður á eina krónu á hlut. Skerðingin í nýju mati er meðal annars sögð skýrast af aukinni fjárhagslegri áhættu flugfélagsins, sem hefur hingað til lifað af faraldurinn og meðfylgjandi takmarkanir.

Sérstaklega er horft til þess að flugfélagið hafi haft takmarkaða möguleika á að draga saman reksturinn á tímum lítillar eftirspurnar í faraldrinum.

„Við metum tapið á 17,6 milljarða sænskra króna frá upphafi faraldurs,“ segir í greiningu bankans.

Efnahagsreikningurinn sé þá ekki nógu stór til að þola þetta högg til langs tíma. Þess vegna sé þörf á endurskipulagningu til að forðast gjaldþrot, eins og segir í umfjöllun sænska viðskiptablaðsins Dagens industri.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK