Seðlabankinn spáir nú viðvarandi viðskiptahalla

Á nýju ári er að mati Seðlabankans útlit fyrir að …
Á nýju ári er að mati Seðlabankans útlit fyrir að viðsnúningur verði enn á ný og að enn syrti í álinn á árinu 2024. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Þegar ferðaþjónustan tók flugið á árunum eftir 2012 snerist þjóðaruppgjörið við og árum saman hefur viðskiptajöfnuður verið jákvæður sem nemur talsverðum fjárhæðum. Sú staða breyttist í fyrra þegar hallinn nam 1,2% af landsframleiðslu. Nú í ár er gert ráð fyrir afgangi að nýju en þó aðeins sem nemur 0,5% af landsframleiðslu og er það talsvert minni afgangur en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í spá sinni í nóvember.

Á nýju ári er að mati Seðlabankans útlit fyrir að viðsnúningur verði enn á ný og að enn syrti í álinn á árinu 2024. Sagði Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans, í erindi í liðinni viku að vænta mætti „viðvarandi“ viðskiptahalla á komandi árum.

Þrátt fyrir þau miklu tíðindi sem í þessu felast eru höfundar Peningamála, sem gefin voru út samhliða tilkynningu um hækkun stýrivaxta í liðinni viku, afar fámál um stöðuna.

„Á næsta ári eru horfur á að lítilsháttar halli myndist aftur og að hann verði kominn í 1,5% af landsframleiðslu árið 2024 en í nóvember var talið að viðskiptajöfnuður yrði þá nánast í jafnvægi. Skýrist breytingin að miklu leyti af meiri vöruinnflutningi og hærra innflutningsverðlagi,“ segir í Peningamálum (s. 9).

Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.
Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir ekki með öllu auðvelt að átta sig nákvæmlega á því hvernig Seðlabankinn metur þessa stöðu. Hann segir þó ljóst að það mat sem birtist í tölum bankans sé nokkuð svartsýnna en þær spár sem Greining Íslandsbanka hafi unnið á stöðunni fram undan.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK