Eik hagnaðist um 4,9 milljarða

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags.
Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags. mbl.is/Styrmir Kári

Rekstrartekjur Eikar fasteignafélags námu tæpum 8,7 milljörðum króna árið 2021 og er það um 3,8% hækkun miðað við árið áður.

Hagnaður félagsins nam rúmum 4,9 milljörðum árið 2021 miðað við hagnað upp á 693 milljónir árið áður. Þetta kemur fram í ársuppgjöri Eikar.

Rekstrahagnaður fyrir fjármagnsliði (EBITDA) nam rúmum 5,6 milljörðum samanborið við rúma 5 milljarða árið 2020.

Eigið fé nam tæpum 37,5 milljörðum í lok árs og heildareignir félagsins í lok árs voru um 115 milljarðar. Eignarfjárhlutfall nam 32,6%.

Stjórn félagsins leggur til þess að greiddur verði út 1,74 milljarða arður, sem gerir um 0,51 krónu á hlut.

Krefjandi ár

„Árið 2021 var allt í senn viðburðaríkt, krefjandi og áhugavert. Markaðurinn tók vel við sér eftir lægð síðasta árs í útleigu og hækkaði virðisútleiguhlutfall félagsins úr 92% í ársbyrjun og nam 94,2% í lok árs 2021, þrátt fyrir að félagið hafi misst úr safninu stóra leigutaka.

Rekstur félagsins gekk vel á árinu og var umfram upphaflegar væntingar ársins. Dvínandi áhrif faraldursins á samfélagið og þróun í átt að eðlilegra lífi leiddi til hækkunar á afkomuspá félagsins í tvígang yfir árið. EBITDA ársins 2021 nam 5.645 m.kr. en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir EBITDA á bilinu 5.050-5.350 m.kr.

Félagið leggur sitt af mörkum til þess að stuðla að góðu og sjálfbæru samfélagi fyrir alla og gera leigutökum sínum og viðskiptavinum auðveldara að stíga vistvæn skref. Rafhleðslustöðvar eru nú við margar af byggingum félagsins, aðgengi hefur verið bætt með römpum og sorpgeymslur betrumbættar til þess að stuðla að aukinni flokkun. Þessi vegferð mun halda áfram enda er samfélagsleg ábyrgð okkar allra.[…],” segir Garðar Hannes Friðjónsson forstjóri félagsins í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka