„Í sjálfu sér kemur þessi lífsstílsbreyting bjórunnenda ekki á óvart, við höfum séð það hvernig hollari valkostir á drykkjarvörumarkaði hafa unnið jafnt og þétt á,“ segir Gunnar B. Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar.
Þau tíðindi hafa nú orðið í byrjun árs að í fyrsta sinn er Lite-bjór söluhæstur alls bjórs í verslunum ÁTVR. Gull Lite frá Ölgerðinni seldist mest alls bjórs í janúarmánuði og hefur haldið toppsætinu í febrúar að sögn Gunnars.
Slær hann þar með við Víking gylltum sem hefur verið söluhæsti bjórinn hér á landi um langt árabil. Einu skiptin sem hann mun hafa gefið toppsætið eftir er þegar landsmenn kaupa sinn Tuborg julebryg og þegar þekktar bjórtegundir hafa verið seldar tímabundið með miklum afslætti.
Ítarlegri umfjöllun má finna í miðvikudagsblaði Morgunblaðsins.