Óvenjulegir myndakassar

Matthías Mar Birkisson verkefnisstjóri greiðir gærukassa. Við hlið hans er …
Matthías Mar Birkisson verkefnisstjóri greiðir gærukassa. Við hlið hans er myndakassi úr trommu sem eitt sinn var hluti af trommusetti.

Þegar faraldurinn skall á þurrkuðust nánast allar tekjur fyrirtækisins Rent a Party út, en félagið sinnir útleigu á öllum búnaði í hverskonar mannfagnaði og veislur.

Gunnar Leó Pálsson framkvæmdastjóri segir að hann og kollegar hans hafi snúið vörn í sókn og að nýjasta útspil félagsins séu sérsmíðaðir og séríslenskir myndakassar (e. photobooth). „Við höfum unnið myrkranna á milli við hönnun og framleiðslu kassanna og eigum núna um þrjátíu stykki af ýmsum stærðum og gerðum,“ segir Gunnar.

Nýjustu kassarnir eru að sögn Gunnars gerðir annars vegar úr íslenskri gæru og hins vegar úr gömlum trommum, en Gunnar er ásamt því að vera framkvæmdastjóri bæði rafvirki og trommuleikari.

Orðið staðalbúnaður

„Myndakassar eru orðnir ákveðinn staðalbúnaður í veislur, hvort sem er í fermingarveislum, árshátíðum eða brúðkaupum. Fólki finnst gaman að fanga minningarnar þegar það er úti að skemmta sér og fá myndirnar sendar til sín í tölvupósti eða á sms.“

Gærukassarnir eru þeir einu sinnar tegundar í heiminum að sögn Gunnars og hafa nú þegar vakið þónokkra athygli hér heima og erlendis. Hann sér fyrir sér fjöldaframleiðslu og sölu í Evrópu og Bandaríkjunum á næstu misserum.

Mismunandi gærur eru notaðar í kassana og koma þeir þar af leiðandi í mismunandi litum. Einn kassinn er til dæmis hvítur, annar mórauður og sá þriðji flekkóttur. „Í öllum kössunum er hágæða Canon-myndavél og sérhæfður hugbúnaður.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum sem kom út í gær.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK