Þrír nýir forstöðumenn hjá Landsvirkjun

Landsvirkjun.
Landsvirkjun. Ljósmynd/Landsvirkjun

Nýir forstöðumenn hafa verið ráðnir á sviði sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.

Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að hlutverk sviðsins sé að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina fyrirtækisins og hámarka tekjur.

Valur yfir viðskiptastýringu

Valur Ægisson.
Valur Ægisson.

Valur Ægisson hefur verið ráðinn forstöðumaður viðskiptastýringar. Hann hefur starfað hjá Landsvirkjun frá 2012, nú síðast sem forstöðumaður viðskiptagreiningar og þróunar markaða.

Hann hefur komið að flestum raforkusamningum Landsvirkjunar undanfarin ár, unnið að þróun vöruframboðs og komið að stefnumarkandi verkefnum. Áður en Valur kom til Landsvirkjunar starfaði hann í fjármálageiranum, bæði hjá Íslandsbanka og Landsbankanum.

Valur er verkfræðingur með BSc í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og MSc í rekstrarverkfræði frá Masdar Institute í Abu Dhabi.

Dagný Ósk yfir viðskiptagreiningu og þróun markaða

Dagný Ósk Ragnarsdóttir.
Dagný Ósk Ragnarsdóttir.

Dagný Ósk Ragnarsdóttir, nýr forstöðumaður viðskiptagreinar og þróunar markaða, starfaði áður sem sérfræðingur í viðskiptagreiningu hjá Landsvirkjun og þekkir því vel til, eins og segir í tilkynningunni. Þar á undan sinnti hún stöðu sérfræðings í fjárstýringu fyrirtækisins.

Áður en hún hóf störf hjá Landsvirkjun starfaði hún m.a. við rannsóknir á sviði heilsuhagfræði við hagfræðideild Háskóla Íslands og sem hugbúnaðarsérfræðingur í fjármálalausnum hjá Advania.

Dagný er með BSc-gráður í hagfræði og tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. 

Úlfar áfram forstöðumaður viðskiptaþjónustu

Úlfar Linnet.
Úlfar Linnet.

Úlfar Linnet gegnir áfram stöðu forstöðumanns viðskiptaþjónustu. Hann hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum innan Landsvirkjunar og starfaði í rúmlega 10 ár sem forstöðumaður rannsóknadeildar á þróunarsviði.

Árið 2019 flutti hann sig yfir í greiningadeild markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs. Þá starfaði Úlfar fyrir hönd Landsvirkjunar sem stjórnarmaður hjá CEATI/HOPIG 2018 til 2019.

Í viðskiptaþjónustu leiðir Úlfar áframhaldandi þróun á viðmóti raforkukaupa hjá Landsvirkjun þar sem leitað er leiða til að auðvelda reglubundna þætti viðskipta.

Úlfar nam BSc í rafmagns- og tölvuverkfræði í Háskóla Íslands og lauk verkfræðinámi með áherslu á bestun og tölfræði frá tækniháskóla Danmerkur (DTU) árið 2005.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK