Titringur á mörkuðum vestanhafs

Wall Street.
Wall Street. AFP

Mikill titringur er á hlutabréfamörkuðum vestanhafs, þar sem spennan milli Rússlands og Úkraínu heldur áfram að magnast og líkur á innrás Rússa þykja sífellt meiri. Skot og sprengingar heyrðust í austurhluta Úkraínu í morgun. 

Dow Jones og S&P500 vísitalan hafa lækkað um 1,2% og Nasdaq100 vísitalan hefur lækkað um 1,5% það sem af er degi.  

Vísitölurnar hækkuðu fyrr í vikunni eftir að Rússar tilkynntu það að þeir hyggðust draga herlið sitt frá landamærunum en samkvæmt skýrslum frá Bandaríkjunum reyndist það ekki rétt og markaðir lækkuðu í kjölfarið.

Fjárfestar hafa einnig áhyggjur af komandi vaxtahækkunum í Bandaríkjunum en verðbólga mældist í fyrsta skipti síðan á níunda áratugnum yfir 7%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK