Landsvirkjun greiðir 15 milljarða í arð

Höfuðstöðvar Landsvirkjunar við Grensásveg.
Höfuðstöðvar Landsvirkjunar við Grensásveg.

Hagnaður Landsvirkjunar á síðasta ári nam 148,6 milljónum dala, jafnvirði 19,3 milljarða króna, og tæplega tvöfaldaðist á milli ára. Stjórn fyrirtækisins áformar að leggja til við aðalfund að 15 milljarðar króna verði greiddir í arð í ríkissjóð vegna síðasta árs.

„Eftir óvissu og erfiðleika í rekstrarumhverfi fyrirtækisins í byrjun veirufaraldursins á árinu 2020 varð mjög jákvæð þróun á rekstri Landsvirkjunar á árinu 2021. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði, sem er sá mælikvarði sem við lítum helst til þegar afkoma fyrirtækisins er skoðuð, var 29,5 milljarðar króna og hækkaði um 64% á milli ára í Bandaríkjadal talið. Rekstrartekjur Landsvirkjunar jukust um rúm 23% frá fyrra ári og voru meiri en áður í sögu félagsins," er haft eftir Herði Arnarsyni í tilkynningu. 

Segir hann að bætta afkomu megi rekja til mikils bata í rekstrarumhverfi stórnotenda, viðskiptavina,  og Landsvirkjunar sjálfrar. Þegar leið á síðasta ár hafi  raforkukerfið á Íslandi verið fulllestað og eftirspurn mikil frá fjölbreyttum viðskiptavinum.

Tilkynning Landsvirkjunar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK