Bensínstöð víkur fyrir verslun í Norðlingaholti

Bensínstöð N1 í Norðlingaholti mun víkja fyrir nýrri Krónuverslun. Stefnt …
Bensínstöð N1 í Norðlingaholti mun víkja fyrir nýrri Krónuverslun. Stefnt er að hefja framkvæmdir á næsta ári. mbl.is/Árni Sæberg

Á næsta ári áformar Festi hf., móðurfélag N1 og Krónunnar og Elko, að loka eldsneytisstöð N1 í Norðlingaholti og hefja byggingu á nýrri Krónuverslun í Norðlingaholti. Samhliða þessu verður einnig eldsneytisstöð N1 við Stóragerði lokað. Þetta segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festis, í samtali við mbl.is. Hann segir jafnframt að N1 á Hringbraut sé ekki á leið í burtu þrátt fyrir að stöðin sé ekki í framtíðaráformum borgaryfirvalda.

5,5 milljarðar í fjárfestingar á árinu

Á þessu ári vinnur Krónan að því að byggja upp nýjar verslanir í Skeifunni, Borgartúni og á Akureyri. Eggert segir að heildarfjárfesting félagsins á þessu ári sé áætluð um 5,5 milljarðar. Það sé nokkuð há upphæð, en þar spili mikið inn í að 1,5 milljarðar muni fara í uppbygginguna á Akureyri á þessu ári. Þá stefni félagið einnig á að byggja dekkjaverkstæði á Suðurnesjum á svokölluðum Flugvöllum, stutt frá þar sem nýja slökkvistöðin er. Þá séu fyrrnefndar framkvæmdir í Skeifunni og Borgartúni einnig í vinnslu.

„Þetta er óvenju stórt ár í fjárfestingum,“ segir hann. Venjulega horfi félagið til þess að um tveir milljarðar fari í viðhaldsverkefni ýmiskonar, en nú fari til viðbótar við það rúmlega 3 milljarðar í nýfjárfestingar.

Þurfa uppfærslu á 5-7 ára fresti

Í fjárfestingakynningunni kemur fram að á fimm ára plani félagsins sé að endurnýja stóran hluta verslananna. Spurður út í þetta atriði segir Eggert að með Festi sé með rúllandi plan um endurnýjun og viðhald verslana og reynslan sýni að stórar búðir þurfi að fara í gegnum uppfærslu á 5-7 ára fresti og flestar búðir í raun á um fimm ára fresti. „Það er t.d. mjög líklegt að Lindir þurfi uppfærslu á næstu þremur árum, bæði með innréttingar og lýsingar,“ segir Eggert.

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi

Eggert segir að framundan hjá Krónunni séu talsverðar breytingar umfram fjölda verslana. Þannig sé í gangi innleiðing á svokölluðu skannað og skundað (e. scan and go) kerfi sem er þegar komið í gagnið í nokkrum verslunum. Áformað er að klára þá innleiðingu fyrir lok ársins, en með því notast viðskiptavinir við eigin síma og skanna vörurnar jafn óðum og þeir setja þær í körfuna og losna þar með við afgreiðslukassana.

Taka til í vöruframboðinu

Þá segir Eggert einnig að unnið sé áfram að breytingum á vöruframboði út frá stefnu sem mörkuð var fyrir tveimur árum. „Við höfum verið að taka til í vöruframboðinu,“ segir hann og bætir við að oft fjölgi mikið vörum og birgjum í gegnum tímann og þá komi að því að taka þurfi til og bakka úr ákveðnum viðskiptasamböndum. Segir hann að hugmyndin þar sé að fækka snertiflötum við birgja og ná þannig hagstæðara verði. Í grunninn gangi það út á að vera með færri en stærri aðalbirgja.

Eins og fjallað hefur verið um að undanförnu stefnir Festi á næstunni á að þróa íbúðabyggingu á bensínstöðvareit N1 við Ægissíðu. Spurður um frekari breytingar á lóðum félagsins eða uppbyggingu fleiri verslana segir Eggert að samhliða því að leggja bensínafgreiðslu af á Ægissíðu verði eldsneytisstöðvar fluttar á Granda, þar sem Krónan og Elko eru núna með verslanir. Segir hann að stefnt sé að því að klára þá vinnu á þessu ári.

Ætla að byggja Krónuverslun í Norðlingaholti á næsta ári

„Á næsta ári á svo að loka Stóragerði og byggja Krónubúð í Norðlingaholti þar sem dælur N1 eru núna,“ segir Eggert jafnframt. Segir hann að vinnan við uppbyggingu í Norðlingaholti muni hefjast á næsta ári, eða beint í kjölfarið á því að uppbyggingin á Akureyri klárist.

Meðal stærstu bensínstöðvalóða á höfuðborgarsvæðinu er lóð N1 við Hringbraut. Í fyrra kynnti Reykjavíkurborg heildstæða áætlun um fækkun bensínstöðva í Reykjavík, en meðal þeirra bens­ín­stöðva sem ekki eru í framtíðar­skipu­lagi borg­ar­inn­ar er umrædd bensínstöð. Morgunblaðið fjallaði meðal annars um reitinn árið 2019 og kom þá fram að lóðaleigusamningurinn rynni út 31. desember 2016, en að framlengja mætti hann til 1. Janúar 2022. Borgin gerði hins vegar ekki ráð fyrir að framlengja hann umfram það.

Ekki að fara af Hringbraut

Spurður um áform með þann reit segir Eggert að þegar Esso hafi á sínum tíma flutt af Hörpureitnum á Hringbraut hafi samkomulagið falið í sér að félagið færi ekki nema Landspítalinn myndi nota lóðina. Nú væri það ekki áformað. „Við erum ekkert að fara þaðan,“ segir hann.

Elko færi sig yfir í viðgerðir og aðra þjónustu

Í kynningunni er farið yfir hvernig áherslur Elko hafi verið undanfarin ár og meðal annars sagt að á síðasta ári hafi það verið á mannauð. Á þessu ári sé hins vegar fókusað á „aftersales“. Spurður út í þetta atriði segir Eggert að þarna sé verið að undirbyggja bæði tækni og vöruframboð, en aðallega verið að horfa til þess að færa Elko frá því að vera nær eingöngu söluaðili yfir í að þjónusta viðskiptavini með vörur sem hafi verið keyptar hjá fyrirtækinu. Það eigi við um bæði viðgerðir og aðra þjónustu. Segir hann þetta byggt á sömu hugmyndafræði og hjá Elkjöp í Noregi, en það er eigandi sérleyfisins sem Elko

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK