Hlutabréfamarkaðir í Evrópu tóku stefnuna niður á við í dag á sama tíma og stjórnvöld í Kreml gerðu lítið úr áformum um leiðtogafund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta.
Markaðir í Rússlandi féllu þá um tveggja stafa tölu og rússneska rúblan hefur veikst töluvert.
Fregnir af mögulegum leiðtogafundi glæddu markaði um nokkurt skeið, en svo var eins og Kremlverjar hefðu hellt köldu vatni á þær vonir, sem olli titringi á meðal fjárfesta.
Óttast er að hráolíuverð, sem þegar hefur hækkað að undanförnu, muni rjúka upp ef af innrás verður og harðar viðskiptaþvinganir fylgja í kjölfarið.
Hér á Íslandi var markaðurinn rauður að langmestu.
Mest lækkuðu bréf Síldarvinnslunnar, eða um 3,53%, og Icelandair, eða um 3,20%.