Gengi hlutabréfa á Japansmarkaði lækkaði almennt og olíuverð hækkaði eftir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði hermönnum sínum að ráðast yfir landamæri sín við Úkraínu fyrr í kvöld.
Nikkei 225-vísitalan fór niður um 1,46% eða um 391,72 stig, úr 26.519,15, um 30 mínútum eftir opnun markaða. Mældist dýfan um tvö prósent þegar mest lét.
Topix-vísitalan féll um 1,10%.
Olíuverð hækkaði aftur á móti. WTI-olía fór upp um 3,14% upp í 93,93 Bandaríkjadali á tunnu og Brent-olía hækkaði um tæp tvö prósent upp í 95,39 dali á tunnu.