Kauphöllin litast rauð í skugga átaka

Vladimir Putin, forseti Rússlands, ásamt Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra landsins.
Vladimir Putin, forseti Rússlands, ásamt Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra landsins. Ljósmynd/AFP

Hlutabréfamarkaðir um heim allan hafa orðið fyrir áhrifum af innrás Rússa í austurhluta Úkraínu. Á sama tíma hefur olíuverð hækkað. Íslenski markaðurinn er ekki undanskilinn.

Kauphöllin litaðist að mestu rauð við opnun markaða í morgun.
Kauphöllin litaðist að mestu rauð við opnun markaða í morgun. Skjáskot

Þannig benda fyrstu viðskipti í Kauphöll Íslands til að fjárfestar telji horfur í hagkerfinu hafa versnað eða orðið óvissari með aðgerðum Rússa. Lækkanirnar eru nokkrar en þó ekki úr takti við fremur sveiflukenndan hlutabréfamarkað almennt hér á landi. Nemur mesta lækkunin við upphaf viðskipta tæpum 2,8% á bréfum Eimskipafélagsins en flest eru félögin í Kauphöll að lækka um 1 til 2 prósent. Aðeins fjögur félög lækkuðu ekki á fyrstu mínútum viðskipta í morgun en það voru fasteignafélögin Reginn og Reitir, smásölurisinn Festi og fjarskiptafyrirtækið Síminn.

Eftir því sem viðskiptum hefur undið fram með morgninum hafa þó fasteignafélögin einnig lækkað og sömu sögu má segja um Festi. Aðeins Síminn virðist halda í horfinu.

Olíuverð tók nokkurn kipp undir tíðindum af aðgerðum Rússa en þó er flöktið í báðar áttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK