Olíuverð hækkar enn og gengi hlutabréfa lækkar

Frá kauphöllinni í New York í gær.
Frá kauphöllinni í New York í gær. AFP

Olíuverð hækkaði á sama tíma og hlutabréf á erlendum mörkuðum áttu almennt áfram í erfiðleikum í dag, eftir fregnir af því að rússnesk yfirvöld myndu mæta fjárhagsrefsiaðgerðum af hörku.

Verðbréfamiðlarar hafa margir sagt að refsiaðgerðirnar hafi verið mildari en búist var við, einkum þar sem þær hafi ekki beinst að rússneskum orkuútflutningi.

Hækkun stóð stutt

Markaðurinn tók því við sér í byrjun dags, en sú þróun stóð stutt og olíuverð hækkaði á ný eftir að úkraínsk stjórnvöld tilkynntu að lýst yrði yfir neyðarástandi.

Miklar líkur eru enn sagðar á allsherjar innrás rússneska hersins í Úkraínu, þar á meðal inn í höfuðborgina Kænugarð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK