Olíuverð komið yfir 100 dali

AFP

Verð á Brent Norður­sjávar­ol­íu er nú komið yfir 100 Banda­ríkja­dali tunn­an í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og ótta fólks við stórfelld stríðsátök í austurhluta Evrópu. 

Er það í fyrsta skipti síðan í september 2014 sem verðið er svo hátt.

Sérfræðingar telja lílklegt að olía og önnur orka hækki á næstu vikum en búist er við því að Rússar verði beittir enn strangari refsiaðgerðum vegna innrásarinnar.

Verðbréfamiðlar­ar hafa marg­ir sagt að refsiaðgerðirn­ar hingað til hafi verið mild­ari en bú­ist var við, einkum þar sem þær hafi ekki beinst að rúss­nesk­um orku­út­flutn­ingi.

Rússar hafa sjálfir sagt að þeir muni mæta öllum fjár­hags­refsiaðgerðum af hörku.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka