Verð á Brent Norðursjávarolíu er nú komið yfir 100 Bandaríkjadali tunnan í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og ótta fólks við stórfelld stríðsátök í austurhluta Evrópu.
Er það í fyrsta skipti síðan í september 2014 sem verðið er svo hátt.
Sérfræðingar telja lílklegt að olía og önnur orka hækki á næstu vikum en búist er við því að Rússar verði beittir enn strangari refsiaðgerðum vegna innrásarinnar.
Verðbréfamiðlarar hafa margir sagt að refsiaðgerðirnar hingað til hafi verið mildari en búist var við, einkum þar sem þær hafi ekki beinst að rússneskum orkuútflutningi.
Rússar hafa sjálfir sagt að þeir muni mæta öllum fjárhagsrefsiaðgerðum af hörku.