Verðbólga mælist nú 6,2%, en vísitala neysluverðs í febrúar hækkar um 1,16% milli mánaða og mælist hún nú 523,9 stig. Vísitala án húsnæðis hækkar um 1,26% milli mánaða og mælist nú 440,3 stig og er tólf mánaða hækkun hennar nú 4,2%.
Fram kemur í tilkynningu frá Hagstofunni að verð á húsgögnum, heimilisbúnaði o.fl. hækkaði um 7,5% (áhrif á vísitöluna 0,47%), kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 1,2% (0,22%), verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,8% (0,11%) og bensín og olíur hækkuðu um 3,6% (0,11%). Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 9,7% (-0,14%).