Bandaríkin og önnur stór lönd í orkunotkun hafa samþykkt að grípa til 60 milljóna tunna af olíu úr neyðarbirgðum sínum, til að koma til móts við ótta á mörkuðum um þverrandi framboð eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu.
Alþjóðaorkumálastofnunin sagði í tilkynningu að þessi samræmda losun neyðarbirgða, sú fjórða í sögu stofnunarinnar, myndi senda sterk skilaboð til heimsmarkaða um að ekki muni koma til skorts á olíu vegna innrásarinnar.
Þessi skilaboð gerðu þó lítið til að róa markaðinn og hefur Brent-olíuverð náð rúmlega 108 bandaríkjadala virði á tunnu þegar þetta er skrifað, en verðið hefur ekki verið hærra í átta ár.