SaltPay fjárfestir í Dineout

Inga Tinna Sigurðardóttir er forstjóri Dineout. Fyrirtækið var stofnað 2017.
Inga Tinna Sigurðardóttir er forstjóri Dineout. Fyrirtækið var stofnað 2017. Ljósmynd/Dineout

Fjármálafyrirtækið SaltPay hefur keypt hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Dineout og lagt því til aukið hlutafé. Vöxtur Dineout hefur verið gríðarlegur á síðustu misserum en það var stofnað árið 2017. Er markaðshlutdeild þess á sviði borðabókana á veitingamarkaði um 95% hér á landi og hafa 6,5 milljónir viðskiptavina sest til borðs á veitingahúsum hér á landi fyrir milligöngu þess.

Opnar marga möguleika

Inga Tinna Sigurðardóttir er forstjóri fyrirtækisins og hugmyndasmiður þess. Hún segir aðkomu SaltPay opna marga möguleika fyrir Dineout, ekki síst í ljósi þess að nú sé það reiðubúið að halda með lausnir sínar út fyrir landsteinana og á erlenda og margfalt stærri markaði. Markmiðið er að bjóða upp á heildarlausn fyrir veitingahús og viðburðahaldara sem einfaldi rekstur þeirra til muna.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK