Verðbólgan meiri og stríð er dómínó

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Stríðsátökin í Úkraínu gætu leitt til þess að hagvöxtur á Íslandi yrði 0,5% minni en vænst var og verðbólgan einu prósentustigi hærri en nú. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra á opnum fundi sem haldinn var á vegum Framsóknarflokksins í Reykjavík á föstudagskvöld. Bæði Úkraínumenn og Rússar eru umsvifamiklar landbúnaðarþjóðir sem framleiða stóran hluta af því korni og hveiti sem heimurinn þarf. Þetta getur smitað út frá sér í efnahagsmálum.

Samstaða þjóða er mikilvæg

„Stríðið mun heilt yfir og á heimsvísu hækka allt verð hrávöru. Slíkt hefur dómínóáhrif langt inn í framtíðina, rétt eins og heimsfaraldurinn. Efnahagslífið virtist fyrir fáum vikum fullt af tækifærum, en nú gæti komið eitthvert hökt nema því aðeins að stríðið taki skamman tíma,“ sagði Sigurður Ingi. Í ræðu sinni undirstrikaði hann mikilvægi samstöðu vestrænna þjóða gagnvart Rússum, sem væri raunar traust og sýn fólks á mál hin sama.

Staða efnahagsmála á Íslandi um þessar mundir segir Sigurður Ingi að litist eðlilega mjög af Úkraínustríðinu. Horfa yrði á mál hér innanlands í stóru samhengi og til langrar framtíðar. Ljóst væri til dæmis að gera yrði átak í húsnæðismálum og breyta áherslum þar. Nú væri þessi málaflokkur kominn til innviðaráðuneytisins, hvar nú væri verið að vinna úr ýmsum fyrirliggjandi hugmyndum. Í tengslum við gerð lífskjarasamninganna snemma árs 2019 hefði verið skipuð nefnd sem þau Gísli Gíslason, fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi, og Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, fara fyrir og ætlað var að vísa veginn til framtíðar. Á dögunum var á fundi þjóðhagsráðs kynnt plagg frá nefndinni með alls 55 tillögum í húisnæðismálum sem nú eru í skoðun. Mál þessi verði væntanlega kynnt betur á húsnæðisþingi sem fyrirhugað er að halda nú á vordögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka