Enn hækkar bensínverð

Bensínverð hefur hækkað mikið upp á síðkastið.
Bensínverð hefur hækkað mikið upp á síðkastið. AFP

Verð á lítra af bensíni á Íslandi nálgast 300 króna múrinn eftir hækkanir á heimsmarkaðsverði á olíu.

Ástæða hækkunarinnar eru líkast til fréttir um að ríkisstjórn Joes Bidens, Bandaríkjaforseta, muni banna innflutning rússneskrar olíu. Líklega verður bannið formlega tilkynnt í dag, en um 8% hráolíu sem notuð er í Bandaríkjunum kemur frá Rússlandi. Erfitt verður fyrir Bandaríkjamenn að fylla upp í skarðið sem rússnesk olía mun skilja eftir sig.

Verð á Brent Norðursjávarolíu hækkaði um 5,6% upp í 130,13 dollara á tunnu í dag. Einnig hækkaði WTI hráolían um 5,3%, upp í 126,7 dollara fyrir tunnuna. Verðið hafði nú þegar verið á uppleið en eftir fréttir af áformum ríkisstjórnar Bandaríkjanna hækkaði verðið enn frekar.

Eins og er stendur lítraverðið á 95 okt bensíni í 298,9 hjá Atlantsolíu, 294,8 hjá Orkunni, 294,9 hjá ÓB, 297,8 hjá Olís, 297,9 hjá N1 en 252,9 hjá Costco í krónum talið.

Í upphafi árs stóð lítraverðið víða í 270 krónum og er það hækkun upp á um 11% frá áramótum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK