Flugvélaeldsneyti hækkar gríðarlega

Hlutabréf í flugfélögum hafa lækkað og gengi krónunnar gefið eftir.
Hlutabréf í flugfélögum hafa lækkað og gengi krónunnar gefið eftir. mbl.is/Árni Sæberg

Miklar sviptingar hafa orðið á flugmörkuðum heimsins og héldu hlutabréf flestra flugfélaga áfram að lækka í gær í kjölfar þess að flugvélaeldsneyti reis í hæstu hæðir. Hefur það ekki verið jafn dýrt á mörkuðum í 13 ár. Hefur það hækkað um 50% frá því að átök brutust út milli Rússa og Úkraínumanna hinn 24. febrúar síðastliðinn.

Íslensku flugfélögin hafa ekki farið varhluta af þróun mála og hefur verðmæti Icelandair skroppið saman um fjórðung á tímabilinu. Þá er hlutabréfaverð Play í lægstu stöðu frá því að það var skráð á markað í fyrra.

Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.
Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Ljósmynd/Aðsend

Gengi krónunnar lækkar

Gengi krónunnar hefur veikst á ný og er nú gagnvart evru á svipuðum slóðum og í lok janúar, eða áður en væntingar um betri tíð gáfu henni vind í seglin.

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að leiða megi líkur að því að markaðurinn sé að endurmeta horfurnar. Það kunni að hafa átt þátt í styrkingu krónunnar að einhverjir fjárfestar tóku sér stöðu með styrkingu en það sé að ganga til baka. Þessir fjárfestar horfi nú fram á öllu tvísýnni horfur, m.a. vegna óvissu um skammtímahorfur í ferðaþjónustu vegna Úkraínustríðsins.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK